Alma Dröfn
Kaupa Í körfu
Alma Dröfn Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir stofnuðu samtökin Forma á síðasta ári til að styðja við átröskunarsjúklinga. Þær hafa núna hannað leðurarmband með lógóinu þeirra til styrktar þessum sömu sjúklingum og geta þeir sótt um í meðferðasjóði sem samtökin hafa stofnað. "Sú meðferð sem er í boði er mjög dýr, til dæmis viðtöl hjá geðlæknum og sálfræðingum," bendir Alma á. "Við erum líka að berjast fyrir því að meðferðarúrræðin fyrir átröskunarsjúklinga séu bætt." Alma viðurkennir að það sé algengt að fólk vilji ekki hjálp og það sé margt sem valdi því. "Það er kannski tilbúið á einhverjum tímapunkti, svo fer það í þetta ferli í kerfinu, rekur sig á veggi og gefst upp." Þannig upplifðu allavega Alma og Edda meðferðina sem þær fengu og er ástæða þess að þær fóru að vinna saman og halda núna reglulega fundi sem eru vel sóttir. MYNDATEXTI Alma með armbandið
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir