Hafnafjarðarleikhúsið

Hafnafjarðarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Við lifum á tímum gífurlegrar efnishyggju. Hið vestræna gildismat einkennist af leit okkar að skyndilausnum um það hvernig á að verða ríkur og á sama tíma verður okkar andlega líf fátækara og fátækara. Við keppumst við að vera sæt, flott, dugleg og rík, allt á kostnað siðferðis, virðingar og væntumþykju. Við höfum öll heyrt þetta áður, en góð vísa er og verður aldrei of oft kveðin og blessunarlega er til fólk sem kveður góðar vísur til að minna okkur á, af og til, að líta gagnrýnum augum á samfélagið. Annað kvöld, föstudaginn 13. janúar, klukkan 19.57 í Hafnarfjarðarleikhúsinu ætlar góður hópur fólks að veita okkur slíka áminningu, með leiksýningunni Mind©amp. Óhefðbundið verk Það eru leikkonurnar Elma Lísa Gunnarsdóttir og Arndís Hrönn Egilsdóttir eða Sokkabandið, sem standa að sýningunni í samstarfi við Egil Heiðar Anton Pálsson, Jón Atla Jónasson og Hafnarfjarðarleikhúsið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar