Kristín Ingólfsdóttir

Kristín Ingólfsdóttir

Kaupa Í körfu

Það voru vissulega mikil tímamót í mínu lífi og starfi, og mikil breyting, að taka við starfi rektors eftir að hafa unnið sem prófessor við kennslu og rannsóknir í lyfjafræði. Á þessum tíma sem liðinn er síðan ég tók við starfinu hefur vinnan mest farið í að skilgreina ögrandi markmið skólans til næstu fimm ára og í tengslum við það hef ég svo verið að kynnast skólanum á nýjan hátt," sagði Kristín Ingólfsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en hún var á árinu kjörin rektor Háskóla Íslands fyrst kvenna og tók við starfinu 1. júlí í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar