Skothríð við skíðastaði

Skapti Hallgrímsson

Skothríð við skíðastaði

Kaupa Í körfu

Það snjóaði linnulaust í Hlíðarfjalli við Akureyri og í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur í gær þrátt fyrir heiðan himin. Það var gervisnjór úr svonefndum snjóbyssum sem féll á skíðasvæðunum tveimur við Eyjafjörð. Slíkt hlýtur að mega kalla skothríð, og þar sem hún er af manna völdum var ákveðið strax í gær að áfram yrði látið snjóa í nótt. Eftir hálfleiðinlegt veður að mati skíðaáhugamanna síðustu daga kólnaði nægilega í fyrradag til þess að hægt væri að gangsetja snjóframleiðslutækin og nú er verið að safna snjó í sarpinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar