Skautar

Árni Torfason

Skautar

Kaupa Í körfu

Sólveig Dröfn Andrésdóttir og Sunna Björk Mogensen voru ótrúlega frísklegar og brosandi þegar MÁLIÐ hitti þær á sunnudagsmorgni eftir æfingu á ísnum. Þær eru fyrirliðar Ísálfanna sem er hópur á vegum Skautafélags Reykjavíkur sem æfir samæfðan skautadans. Það fer ekki mikið fyrir skautadrottningum á þessu landi en samt eru hundruð stelpna sem æfa listadans á skautum og í byrjendaflokkunum er biðlisti hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Það fer jafnvel enn minna fyrir Ísálfunum en þær hafa keppt á heimsmeistaramótum og reyna að fara einu sinni á ári út til að keppa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar