Þorrablót

Ásdís Ásgeirsdóttir

Þorrablót

Kaupa Í körfu

Veðrið að undanförnu hefur ef til vill orðið til þess að blóðið hafi frosið í æðum einhverra. Alla vega minnir það á að Þorrinn er á næsta leiti. Þá er tilvalið að koma ungviðinu í réttu stemninguna með drepfyndinni smábók Sigrúnar Eldjárn sem einfaldlega nefnist Þorrablót. Þar segir frá því þegar Kuggur og Málfríður ákveða að efna til þorrablóts í óþökk mömmu Málfríðar en henni þykir fýla af þorramatnum og siðurinn alltof gamaldags. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa heiðursfólks skal upplýst að Málfríður og móðir hennar eru báðar komnar af léttasta skeiði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar