Sundhöll Reykjavíkur

Gísli Sigurðsson

Sundhöll Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Sjálfsagt erum við orðin svo vön því að sjá Sundhöllina á sínum stað við Barónsstíg að við erum fyrir löngu hætt að veita henni sérstaka athygli, enda er útlit hússins ekki með þeim hætti að það æpi á athygli. Þeir sem láta sig byggingarlist einhverju skipta hafa þó alla tíð verið með það á hreinu að Sundhöllin er dýrgripur og gott dæmi um hæfileika Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Yfirbyggð sundlaug hafði lengi verið draumsýn Reykvíkinga og kemur meðal annars fram í æviminningum Knut Zimsen bæjarverkfræðings á árinu 1902 að þá gerði hann tillögu um yfirbyggða sundlaug. Tillaga hans var rædd í bæjarstjórn Reykjavíkur, en þá þótti í of mikið ráðizt og málið fékk ekki brautargengi MYNDATEXTI Búningsklefar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar