Steingrímur J.Sigfússon

Brynjar Gauti

Steingrímur J.Sigfússon

Kaupa Í körfu

"ÉG man nú fyrst og fremst eftir fyrsta heljarstökkinu sem bíllinn tók og eftir að ég rankaði við mér og bíllinn var á hjólunum í gangi á árbakkanum. Það var allt mikið lán að hann skyldi snúa þannig og ég náði að krafla í símann; vel að merkja gamla góða NMT kerfið því gemsinn var nú fokinn út í veður og vind auk þess sem eru einhver göt í netinu á þessum slóðum og ég ætla að vona að menn starfræki langdræga kerfið þar til eitthvað annað kemur í staðinn," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna við blaðamenn á sjúkrastofu sinni á Landspítalanum við Hringbraut í gær. Eins og kunnugt er lenti hann í alvarlegri bílveltu á mánudagskvöld við Klif sem er mitt á milli bæjanna Bólstaðarhlíðar og Ártúna í A-Húnavatnssýslu. MYNDATEXTI Þegar maður hefur upplifað þetta sjálfur skilur maður betur hversu ómetanlegt það er að eiga þjálfað fólk sem kann til verka við erfiðar aðstæður," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á sjúkrastofu sinni á Landspítalanum í gærdag

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar