Hrafnkell Flóki Einarsson

Þorkell Þorkelsson

Hrafnkell Flóki Einarsson

Kaupa Í körfu

"Maður er frjálsari í Ghostdigital og getur impróvíserað en í lúðrasveitinni er farið eftir nótum" Lögaldur skiptir engu, hæfileikar öllu, þegar kemur að listinni. Þetta veit Einar Örn Benediktsson, forsprakki hljómsveitarinnar Ghostdigital. Og hann veit líka að þegar kemur að listinni má enginn hæfileikamaður gjalda ættartengsla. Þrettán ára sonur hans, Hrafnkell Flóki Einarsson, kemur því fram með sveitinni á tónleikum, nú síðast á náttúruverndargleðinni í Laugardalshöll, og vekur athygli fyrir trompetleik sinn og laglega sviðsframkomu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar