Gróðurhús hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga

Gróðurhús hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga

Kaupa Í körfu

Mikil gróska er í gróðurhúsunum hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga, en um helgina var flutt í 1.300 fermetra nýbyggingu. Plantað var út tómatplöntum sem hafa verið forræktaðar í sérstöku uppeldishúsi og er vonast til að þær gefi af sér góða uppskeru. Nýja húsið er bjart og vistlegt enda gólfið klætt með hvítum dúk til þess að hafa sem mesta birtu. Þá eru öll hitarör máluð hvít og alls staðar eru rafmagsljós í loftinu. Mikið verk hefur verið að koma þessu upp en starfsfólkið er ánægt og hlakkar til að vinna við þessar góðu aðstæður. Á myndinni er Jorrit de Jager frá Hollandi sem unnið hefur hjá fyrirtækinu um árabil og kann hann vel tökin á plöntunum enda með græna fingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar