Kímónó

Kímónó

Kaupa Í körfu

HANDVERK | Einstakar litunaraðferðir Það er eins og kímónó lifni við og öðlist líf þegar einhver klæðist honum," segir Sigrún Lára Shanko. Sigrún vinnur myndverk úr silki, sem hún litar sjálf og hefur kynnt sér mismunandi aðferðir við litun. MYNDATEXTI: Kathrin Maria Schmucker klæðist í Furisode-kímónó. Hann er eingöngu notaður af ungum ógiftum stúlkum við hátíðleg og formleg tækifæri. Þessi kímónó er handlitaður með Shibori-tækni. Efnið er hnýtt í litla hnúta og ólíkt annarri litunartækni er efnið hnökrótt eftir litun. Handlitað Shibori-silki er afar verðmikið enda liggur mikil vinna að baki. Þekktasta munstrið er "Bamba munstur" og verður hver hnútur að vera þétt hnýttur, svo munstrið verði sem skýrast. Ermarnar á Furisode-kímónó eru mjög langar og geta verið allt að 104 cm að lengd. Af öllum kímónóum er Furisode með mestu myndskreytinguna ýmist með fíngerðum útsaumi og/eða handmálaður. Furisode er ekki mikið notaður í dag en þó fjölgar þeim stúlkum, sem klæðast honum þegar þær eru teknar í fullorðinn manna tölum árið sem þær eru tvítugar. Sagan segir að geishur hafi geymt litla kjölturakka í erminni. Rakkarnir áttu að verja þær fyrir aðsteðjandi hættum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar