Junior Chamber International (JCI) Ísland, Verðlaun

Sverrir Vilhelmsson

Junior Chamber International (JCI) Ísland, Verðlaun

Kaupa Í körfu

FIMM ungir einstaklingar voru heiðraðir af Junior Chamber International (JCI) Ísland, fyrir framúrskarandi störf og árangur, við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu sl. föstudag. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri var heiðraður fyrir störf sín á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði.... Í flokknum störf eða afrek á sviði menningar var Emilíana Torrini söngkona útnefnd..Andri Snær Magnason rithöfundur var útnefndur fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda....Stefán Ingi Ganagane Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi var útnefndur fyrir störf sín á sviði mannúðar eða sjálfboðamála...Eiður Smári Guðjohnsen fótboltamaður var heiðraður í flokki einstaklingssigra og afreka, en í umsögn um hann segir að hann sé ekki bara fótboltamaður heldur mikil fyrirmynd og íþróttamaður sem gefi mikið af sér og til líknarmála. MYNDATEXTI: Frá afhendingu verðlaunanna: Guðmundur Karl Guðmundsson æskufélagi og vinur Eiðs Smára Guðjohnsen sem tók við verðlaununum fyrir hans hönd, Nína Filippusdóttir eiginkona Gísla Arnar Garðarssonar, sem tók við verðlaununum fyrir hönd manns síns, Emilíana Torrini, Andri Snær Magnason og Ólafur Stefánsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd bróður síns, Stefáns Inga Ganagane Stefánssonar, og Gísli Úlfarsson, landsforseti JCI Ísland 2005.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar