Seðlabankinn

Seðlabankinn

Kaupa Í körfu

BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent í gærmorgun, í 10,75 prósent. Þetta er tólfta vaxtahækkun Seðlabankans frá maí 2004 og kemur í kjölfar 0,75 prósenta hækkunar í lok september og 0,25 prósenta hækkunar í byrjun desember 2005. MYNDATEXTI: Verðbólguþrýstingur "Hæsta raungengi frá því á níunda áratuginum og meiri viðskiptahalli en áður hefur mælst benda til þess að umtalsverður verðbólguþrýstingur kunni að vera framundan," sagði Davíð Oddson, formaður bankaráðs Seðlabankans, á blaðamannafundi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar