Listasafn Íslands

Einar Falur Ingólfsson

Listasafn Íslands

Kaupa Í körfu

ÉG er að velta því fyrir mér hvað myndlist sé, eftir að unglingurinn fullyrti, að myndlist væri bara eitthvað sem héngi á vegg - málverk - eða þannig. Hitt væru bara listaverk. Við gerðum það okkur nefnilega til dægradvalar að kíkja inn á sýninguna í Listasafni Íslands á dögunum, þar sem nú stendur yfir sýningin Ný íslensk myndlist II, þar sem safnið varpar ljósi á þá miklu nýsköpun sem á sér stað í "mynd"-listinni. Þrettán listamenn eiga verk á sýningunni, sumir fleiri en eitt. Það sem okkur "óinnvígðum" fannst skemmtilegast var hversu mikill húmor er í mörgum verkanna, og hve listamennirnir virðast hafa gaman af að spila svolítið með áhorfandann beint og óbeint; - rugla hann í ríminu - rugla hann í rýminu - teygja hann og toga - jafnvel í orðsins fyllstu merkingu MYNDATEXTI Er þetta ég, í núinu eða þáinu - eða er þetta "Johnny"? Nærveruhliðrunarapparat Ragnars Helga Ólafssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar