Skólamál

Skólamál

Kaupa Í körfu

Eru sammála um mikilvægi fjölbreytni í skólastarfi FULLTRÚAR stjórnmálaflokanna, að Frjálslynda flokknum undanskildum vegna forfalla, lýstu afstöðu sinni til sjálfstæðra skóla í pallborðsumræðum og þar lýsti Stefán Jón Hafstein fyrir hönd Samfylkingar andstöðu sinni við breytingafrumvarp menntamálaráðherra á grunnskólalögum. Fyrir Sjálfstæðisflokk var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og fyrir Vinstri græna Svandís Svavarsdóttir og Framsóknarflokk Una María Óskarsdóttir. MYNDATEXTI: Erindi fyrirlesara féllu í góðan jarðveg ráðstefnugesta þar sem rætt var um fjölbreytni og sjálfstæði skóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar