KR - Keflavík 92:95

KR - Keflavík 92:95

Kaupa Í körfu

Endasprettir gerast ekki öllu ævintýralegri en þegar Keflavík sótti KR heim í gærkvöldi. Gestirnir týndust í þriðja leikhluta sem skilaði KR 20 stiga forskoti og þegar mínúta var eftir hafði KR 7 stiga forskot. Þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Vesturbæingum, þeir glutruðu boltanum í 5 sóknum í röð svo að Keflvíkingar jöfnuðu og síðan rak Magnús Gunnarsson endahnútinn á hremmingar KR með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall við. MYNDATEXTI: A.J. Moye sækir hér að KR-ingnum Gunnlaugi Erlendssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar