Ísland - Serbía/Svartfjallaland

Brynjar Gauti

Ísland - Serbía/Svartfjallaland

Kaupa Í körfu

ÞAÐ tekur oft á taugarnar að horfa á leiki í handknattleik á stórmótum - og þá sérstaklega ef sonurinn er að leika inni á vellinum. Hér á myndunum fyrir ofan má sjá Atla Hilmarsson, fyrrverandi landsliðsmann og þjálfara FH, á áhorfendapallinum í íþróttahúsinu í Sursee. Arnór, sonur Atla, leikur eitt af stóru hlutverkunum með landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Atli lék með landsliðinu sem varð í sjötta sæti á HM í Sviss 1986 og með honum í Sviss núna er Guðjón Guðmundsson, sem var liðsstjóri landsliðsins þá. Hann á einnig son í landsliðinu - Snorra Stein leikstjórnanda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar