ÍBA samningur

Margrét Þóra Þórsdóttir

ÍBA samningur

Kaupa Í körfu

Samningur við þrettán íþróttafélög innan Íþróttabandalags Akureyrar voru undirritaðir í gær, en áður var búið að ganga frá samningum við fjögur félög. "Það hefur staðið lengi til að gera þetta," sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, en um er að ræða þriggja ára rekstrarsamninga, þeir gilda frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2008. MYNDATEXTI: Íþróttafélög fá styrki Friðbjörn Möller frá Fimleikafélagi Akureyrar, Ásta Ásmundsdóttir frá Hestamannafélaginu Létti og Jósep Sigurjónsson frá Íþróttafélaginu Akri skoða og skrifa undir samning um styrki til félaganna, en Björn Snæbjörnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, gefur góð ráð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar