Curver

Curver

Kaupa Í körfu

Í gær, 1. febrúar, varð listamaðurinn Curver þrítugur. Það hafði lengi blundað í honum að gera eitthvað sérstakt af því tilefni. Það er nokkuð ljóst að þegar Curver hefur eitthvað sérstakt í huga, þá verður það sérlega sérstakt. En á sama tíma ekki alveg úr tengslum við hið sammannlega. Grunnhugmyndin er þessi: "Á afmælum lítur fólk oft yfir farinn veg og veltir fyrir sér hverju það hefur afkastað og hvert það stefnir," segir Curver sem ákvað að taka þessar pælingar alla leið. Þrjátíu ára yfirlitssýning Á sjálfan afmælisdaginn opnaði Curver þrjátíu ára yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu. Sýningin spannar verk listamannsins frá því hann var smápjakkur til dagsins í dag. Hann hefur fengist mikið við bæði tónlist og myndlist. Myndlist hans hefur verið mjög sýnileg og er mun aðgengilegri en margra annarra. Hann hikar ekki við að koma fram í hvaða fjölmiðli sem er með gjörninga sína. Tónlist hans hefur þó þótt öllu óaðgengilegri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar