Baldvin H. Sigurðsson

Skapti Hallgrímsson

Baldvin H. Sigurðsson

Kaupa Í körfu

"VIÐ ERUM þessi gömlu hjón sem semur vel," segir Inga Þórhildur Ingimarsdóttir önnum kafin við að útbúa samlokur sem bera nafnið Kannski bestu samlokur í heimi, tólf stykki takk áður en næsta vél að sunnan lendir á Akureyrarflugvelli. Hún er eiginkona Baldvins Halldórs Sigurðssonar, sem um liðna helgi hreppti fyrsta sæti í forvali hjá Vinstri grænum við val á framboðslista flokksins vegna bæjarstjórnarkosninga í vor. MYNDATEXTI: Kosningasteik Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, í hópi fastakúnna en hópur manna kemur gjarnan í mat til hans á flugvellinum í hádeginu tvo daga í viku. Nokkrir þeirra voru þar í hádeginu í gær og Baldvin bauð upp á kosningasteik, eins og þeir orðuðu það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar