Ísland - Noregur 33:36

Brynjar Gauti

Ísland - Noregur 33:36

Kaupa Í körfu

ALLUR botn datt úr íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætti Norðmönnum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Sviss. Í "auðvelda" leiknum gegn Norðmönnum þraut íslensku landsliðsmennina og þjálfara algjörlega örendið og einbeitingu. Norðmaðurinn Kjetil Strand skaut íslenska landsliðið út úr undanúrslitunum og einnig út úr möguleikanum á leiknum um 5. til 6. sætið með því að skora 19 mörk í 36:33, sigri þeirra norsku eftir að þeir höfðu verið tveimur mörkum undir, 16:14, í hálfleik. MYNDATEXTI Tjaldið er fallið á EM í Sviss - vonbrigðin leyna sér ekki hjá Sigfúsi Sigurðssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Ólafi Stefánssyni, sem eru einu leikmennirnir í hinu unga íslenska landsliði, sem voru með á EM í Svíþjóð 2002, þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar