Árekstur á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Árekstur á Akureyri

Kaupa Í körfu

Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu á Akureyri um fimmleytið í gær. Málsatvik eru þau að fólksbílar mættust á gatnamótunum. Bíll, sem ók eftir Glerárgötu á nokkurri ferð, sveigði frá til að koma í veg fyrir árekstur þegar bílarnir mættust og ók hann á tvo ljósastaura. Annar staurinn brotnaði niður en hinn skemmdist. Bíllinn er talinn ónýtur en ökumann sakaði ekkert. Prenta grein

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar