Ráðstefna öldrunarráðs í Salnum Kópavogi
Kaupa Í körfu
Þátttaka fólks á aldrinum 55 til 64 ára á vinnumarkaði er meiri hér á landi en í nokkru öðru landi í heiminum. Þannig er t.d. aðeins um helmingur vinnufærra manna í þessum aldurshópi í Finnlandi í vinnu en hér á landi eru nær allir vinnufærir Íslendingar á þessum aldri í vinnu. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar HÍ, á ráðstefnu um sveigjanleg starfslok, sem Öldrunarráð Íslands stóð fyrir í gær í samvinnu við samtök launþega og atvinnurekenda á vinnumarkaði, Landssamband eldri borgara og Samband ísl. sveitarfélaga. MYNDATEXTI Fjölmennt var á ráðstefnu Öldrunarráðs Íslands sem haldin var í Salnum í Kópavogi í gær. Á myndinni má m.a. sjá Örn Clausen lögfræðing og Ólaf Ólafsson, formann Landssambands eldri borgara, en þeir fluttu báðir erindi á ráðstefnunni. Erindi Arnar bar yfirskriftina "Vil vinna meðan ég get", en fram kom í máli hans að Örn sinnir enn lögmannsstörfum af fullum krafti þó hann sé 77 ára að aldri. Erindi Ólafs, sem er fyrrverandi landlæknir, bar heitið "Eldri borgarar mun hressari nú en áður
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir