Hlið á Álftanesi

Arnaldur Halldórsson

Hlið á Álftanesi

Kaupa Í körfu

Á tanga úti á Álftanesi, þar sem áður voru stórbýli, hjáleigur og helsti útróðrarstaður Suðurnesja, hefur taílensk-íslensk fjölskylda byggt upp fallegt heimili. Staðurinn virkar dularfullur í myrkrinu og við heimkeyrsluna taka furðudýr í formi skúlptúra á móti gestum, þó notaleg birta frá húsinu dragi aðkomumennina nær. Allt í kring heyrist í ölduganginum og ímynda má sér stórfenglegt útsýnið sem blasir við í birtu. Á þessum stað er ekki bara notalegt heimili fimm manna fjölskyldu. Hér hafa hjónin Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham, sem er kölluð Nok, komið upp heimaveitingastað, þar sem þau bjóða upp á taílenskar veislur í betri stofunni á heimili sínu. Þau taka á móti einum hópi matargesta á kvöldi allt frá 6 og upp í 12 manns og matreiða hvern réttinn á fætur öðrum úr eldhúsi fjölskyldunnar, sem er við hlið stofunnar. Árið 1996 tóku Bogi og Nok íbúðarhúsið að Hliði á Álftanesi, sem þá var eyðibýli, á leigu og gerðu íbúðarhæft

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar