Jónas Jóhannsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jónas Jóhannsson

Kaupa Í körfu

SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hefur Jónas Jóhannsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness, sem hefur sérhæft sig í forsjármálum, afgreitt um 120 slík mál og hafa sættir náðst í um 90% málanna, sem er alveg nýtt. Í Morgunblaðsgrein Helga Áss Grétarsson lögfræðings á mánudag segir að dómarinn, sem ekki er nafngreindur, við umræddan dómstól hafi náð frábærum árangri í að sætta aðila forsjármála. Frá því að sá dómari sérhæfði sig í meðferð slíkra mála hafi hlutfall dómsátta að loknum dómsmálum aukist frá því að vera þriðjungur til þess að hlutfallið var komið í 96% árið 2004. Telur Helgi Áss vinnubrögð dómarans um margt lærdómsrík og athyglisverð MYNDATEXTI Jónas Jóhannsson, dómari við Héraðsdóm Reykjaness.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar