Óveður á Flateyri

Halldór Sveinbjörnsson

Óveður á Flateyri

Kaupa Í körfu

AFTAKAVEÐUR gerði á Flateyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gamalt trésmíðaverkstæði, áfast slökkvistöð bæjarins, staðsett við Túngötu, hreinlega splundraðist, en vindur fór upp í 43,9 m/s í kröftugustu hviðunum. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði urðu engin meiðsl á fólki, en brakið úr byggingunni dreifðist í a.m.k. 100 metra radíus. Veður á borð við þetta nefnist Grundarendaveður og skall síðast á á Flateyri í febrúarmánuði 1991. MYNDATEXTI Valur Sæþór Valgeirsson úr björgunarsveitinni á Suðureyri var einn þeirra sem lögðu hönd á plóginn við hreinsunarstarf í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar