Miðbæjarfélagið

Sigurður Jónsson

Miðbæjarfélagið

Kaupa Í körfu

Selfoss | Nýtt, þverpólitískt félag áhugafólks um skipulagsmál var stofnað í Tryggvaskála 8. febrúar. Félagið stendur fyrir opnum fundi um skipulagsmál þriðjudaginn 14. febrúar í Hótel Selfossi klukkan 20. Á fundinum flytja erindi sérfræðingar um skipulags- og umhverfismál. Ástæða fyrir stofnum Miðbæjarfélagsins er óánægja með framgang skipulagsmála í miðbæ Selfoss. Telja stofnendur félagsins að ekki hafi verið vandað nægilega til verka við skipulag svæðisins og fá þurfi fram fleiri hugmyndir áður en ákvörðun er tekin um endanlegt deiliskipulag. Svæðið sem um ræðir sé einstakt og í hjarta bæjarins á Selfossi og leita þurfi allra ráða til þess að vel takist til með skipulagið MYNDATEXTI Stofnfundur Stofnendur Miðbæjarfélagsins í Tryggvaskála.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar