Leikfélag Þorlákshafnar endurvakið

Jón H. Sigurmundsson

Leikfélag Þorlákshafnar endurvakið

Kaupa Í körfu

Þorlákshöfn | "Mig hefur dreymt um að leika síðan ég var í leiklist í skóla," sagði Ásta Margrét Grétarsdóttir, ein þeirra sem var hvatamaður að annarri endurvakningu Leikfélags Þorlákshafnar. Félagið heitir raunar Leikfélag Ölfuss að þessu sinni. Ásta sagði að það hefði verið draumur sinn eins og margra annarra barna að verða stjarna á sviðinu og standa frammi fyrir hópi aðdáanda. "Ég sá tækifærið opnast þegar Ráðhús Ölfuss var tekið í notkun með stóru og glæsilegu sviði. Ég get örugglega ekkert leikið en það skiptir ekki öllu máli heldur hitt að hafa gaman af þessu og vera innan um skemmtilegt fólk. Svo er þetta örugglega þroskandi." MYNDATEXTI Hippar Búningarnir og leiksviðið í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn eru óðum að taka á sig mynd hippatímabilsins. Hér er hópur leikara og annarra starfsmanna Leikfélags Ölfuss á æfingu enda er æft stíft um þessar mundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar