KEA tígullinn - Gamalt merki

Skapti Hallgrímsson

KEA tígullinn - Gamalt merki

Kaupa Í körfu

Þekktasta merki á Akureyri í gegnum tíðina, græni KEA-tígullinn, var í gær tekið af KEA-húsinu við Hafnarstræti. Til að undirstrika breytta starfsemi KEA frá því sem áður var ákvað stjórn félagsins að taka upp nýtt merki fyrir félagið, en græni KEA-tígullinn hefur eftir því sem næst verður komist verið í notkun í um 75 ár. Í dag verður kynnt nýtt merki félagsins og ný ásýnd þess. MYNDATEXTI: Tveir rafvirkjar frá fyrirtækinu Ljósco, Jóhann Ólafsson (t.v.) og Elvar Jósteinsson, voru hífðir upp að gafli hússins í körfubíl og tóku græna KEA-tígulinn niður til frambúðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar