112 í Sandgerði

Reynir Sveinsson

112 í Sandgerði

Kaupa Í körfu

Einn, einn, tveir-dagur Neyðarlínunnar var haldinn víða um land síðastliðinn laugardag. Í Sandgerði voru til sýnis ýmis björgunartæki við Björgunarstöðina. Meðal annars voru sýndar klippur og lyftur sem notaðar eru til að bjarga fólki út úr bílflökum. Sýnd voru tæki og búnaður Slökkviliðs Sandgerðis og Björgunarsveitarinnar Sigurvonar. Lögreglan í Keflavík sýndi nýja lögreglubifreið sem tekin var í notkun fyrir helgi og Slökkvilið Keflavíkurflugvallar sýndi björgunarbifreið með ýmiskonar tækjabúnaði, meðal annars áhöldum og búnaði til notkunar við mengunarslys.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar