Söngkennsla

Sverrir Vilhelmsson

Söngkennsla

Kaupa Í körfu

Þeir eru fyrst og fremst að læra undirstöðuatriðin, að beita röddinni og syngja þannig að hún hljómi í höfðinu, opna munninn rétt, æfa sig í því að vanda sig, að horfa og hlusta á stjórnandann, að standa kyrrir, beinir í baki og hafa þögn þegar það á við. Vegna þess að það er ekki hægt að syngja í kór ef maður er ekki með þessa hluti á hreinu," segir Friðrik S. Kristinsson stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur um starf sitt með undirbúningsdeildinni, en þar er hann með fimm stráka á aldrinum fimm til sjö ára í söngþjálfun. Úlfur Breki Pétursson, Kjalar Marteinsson Kolmar, Baldvin Guðjónsson og Jakob Smári Jóhannsson eru mættir á æfingu en þeir hittast einu sinni í viku í Hallgrímskirkju í fjörutíu mínútur í senn og taka við leiðsögn hjá Friðrik. MYNDATEXTI Friðrik Kristinsson lætur drengina sem eru fimm til sjö ára syngja fagra tóna í Hallgrímskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar