Nonnabækur

Skapti Hallgrímsson

Nonnabækur

Kaupa Í körfu

GRUNNSKÓLARNIR á Akureyri fengu í vikunni að gjöf samtals 280 Nonnabækur. Nokkur fyrirtæki lögðust á eitt með bókaútgáfunni Hólum að gefa þessar sívinsælu bækur í alla átta grunnskóla bæjarins og er þetta er í annað skipti á jafnmörgum árum sem þetta gerist. Hér ræðir um bækurnar Útilegumanninn, sem gefin var út 2004, og Silungsveiðina, sem gefin var út í fyrra. Báðar eru bækurnar stytting á lengri ævintýrum eftir Jón Sveinsson, Nonna, en Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður í Nonnahúsi, hefur haft umsjón með textanum. Myndlistarmaðurinn Kristinn G. Jóhannsson myndskreytti báðar bækurnar sem eru númer þjrú og fjögur í ritröðinni sem hefur fengið nafnið Ævintýri Nonna. Fyrirtækin fjögur, sem gefa bækurnar, eru Þekking-Tristan, Sparisjóður Norðlendinga, Norðlenska og Norðurmjólk. MYNDATEXTI Gluggað í Nonna Helga Halldórsdóttir, kennari í Glerárskóla, kom í Nonnahús og rifjar hér upp gömul kynni við Jón Sveinsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar