Jón, þó ekki Sveinsson, í Nonnahúsi

Skapti Hallgrímsson

Jón, þó ekki Sveinsson, í Nonnahúsi

Kaupa Í körfu

Akureyri | Jón Sveinsson, Nonni, er einn af þekktustu sonum Akureyrar. Sögur hans voru víðlesnar á sinni tíð, ekki síst í Þýskalandi, og ganga nú í endurnýjun lífdaga. Jón Hjaltason, sagnfræðingur og bókaútgefandi hjá Hólum, þekkir vel til Nonna, bæði vegna þess að hann er höfundur Sögu Akureyrar og vegna þess að hann hefur gefið út sögur úr Nonnabókunum. Í vikunni var einmitt kynnt í Nonnahúsinu á Akureyri að nokkur fyrirtæki þar í bæ hefðu tekið sig til og gefið öllum grunnskólum bæjarins eintök af sögum Nonna. Jón Hjaltason er þarna í dyragættinni á æskuheimili nafna síns Sveinssonar, Aðalstræti 54A.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar