Loðnuvertíð

Kristinn Benediktsson

Loðnuvertíð

Kaupa Í körfu

LOÐNUVERTÍÐIN er á síðasta snúningi og enn eftir að vinna mikið magn bæði fyrir Japani og Rússa. Loðnugangan hefur gengið hratt meðfram suðurströnd landsins og var út af Sandvík vestan við Reykjanesið í gærkvöldi. Loðnuskipin tóku í snatri sinn skammt og sigldu til löndunar í skyndi enda stuttur tími til stefnu til að hámarka verðmæti kvótans. Hljóðið er þungt í loðnusjómönnum sem eiga ekki orð yfir hvernig staðið er að kvótasetningu og rannsóknum. Engey RE 1 hefur fylgt loðnuflotanum, og var komin vestur fyrir Reykjanes þar sem Svanur RE 45, landaði í hann hæfilegum skömmtum af loðnu en um borð eru unnin 350 tonn af loðnu á sólarhring en stærri myndin er tekin úr Svani. Tveir Japanir voru um borð frá sitthvorum kaupandanum og skiptu þeir á milli sín förmunum, en voru kröfuharðir ef gæði voru ekki í lagi. Þeir tóku kollhnís af ánægju vegna loðnunnar sem þeir fengu um helgina þar sem hún er komin fast að hrygningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar