Gæsirnar hafa nóg að kroppa

Gæsirnar hafa nóg að kroppa

Kaupa Í körfu

ÞESSAR gæsir höfðu nóg að bíta og brenna er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Undrun vekur hversu grænt grasið er á þessum tíma árs. Spurð um áhrif hlýinda undanfarinna daga á fugla og gróður sagði Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri Seltjarnarness, að ýmsar plöntur létu blekkjast af hitastiginu. Hún sagði margt hafa farið af stað í görðum bæjarbúa og sem dæmi mætti nefna að við Eiðistorg, norðan í móti, hefði hún séð stjúpu í blóma. "Eitt er víst að fuglarnir hljóta að vera glaðir," sagði Steinunn að lokum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar