Laxnessfjöðrin afhent

Morgunblaðið/ÞÖK

Laxnessfjöðrin afhent

Kaupa Í körfu

"Það fellur í ykkar hlut að halda tungunni þannig að til sóma sé" "VIÐ finnum glöggt til þeirrar ábyrgðar sem lögð er á herðar okkar með því að fela okkur að gæta einnar lítillar fjaðrar. Það er raunar sú ábyrgð sem okkur er öllum lögð á herðar, ekki síst þeim ungu að gæta þess dýrmæta auðs sem felst í tungunni. Það fellur í ykkar hlut að halda henni þannig að til sóma sé," sagði Matthías Johannessen, skáld og fulltrúi hóps áhugafólks um eflingu móðurmálsins, þegar hann afhenti Laxnessfjöðrina við hátíðlega athöfn í Austurbæjarskóla í gær. MYNDATEXTI: Árni Óskarsson sem tók við fjöðrinni fyrir hönd Tuma sonar síns, Aimee C. Sambajon, Matthías Johannessen, Héðinn Pétursson og Ingi Kristján Sigurmarsson. Fremst er Skurta Kruta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar