Guðmundur Annas

Sigurður Jónsson

Guðmundur Annas

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Það er virkilega gaman að elda og fást við mat. Það fylgir því mikil sköpun að að búa eitthvað til og svo er gott að hugsa á meðan maður er að elda, sérstaklega þegar maður eldar heima, það fylgir því einhver sérstök ró að fást við matinn og hlusta á góða tónlist á meðan. Svo er matseldin þannig að það er alltaf hægt að prófa eitthvað nýtt. Ég reyni að halda mér í formi í eldamennskunni og hafa augun opin fyrir nýjungum, bæði fyrir heimilið og veitingastaðinn," segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður og framkvæmdastjóri Þriggja bolla ehf. á Selfossi, sem rekur kaffihúsið og bistró-veitingastaðinn Kaffi-Krús. MYNDATEXTI Kaffihúsaeigandi Guðmundur Annas Árnason veitingamaður fyrir framan stað sinn, Kaffi Krús á Selfossi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar