Hamraskóli

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hamraskóli

Kaupa Í körfu

Hér er búið að vera mikið fjör í dag, enda er þessi sýning hápunkturinn á þemadögunum okkar og foreldrarnir fá að koma og sjá afraksturinn," segir Júlíana Hauksdóttir, deildarstjóri og kennari í Hamraskóla, þar sem hún gengur með blaðamanni um ganga skólans þar sem taktföst tónlist frá Afríku ómar og veggirnir eru fagurlega skreyttir grímum, myndum og ýmsu fleiru sem nemendur hafa búið til á þemadögum skólans þar sem viðfangsefnið var Afríka MYNDATEXTI Katrín Hannesdóttir og Stefanía Rós Karlsdóttir voru stoltar af trommunni sem þær bjuggu til saman en þeim fannst grímugerðin samt skemmtilegust. Þær sögðust kannski ætla að heimsækja Afríku einn góðan veðurdag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar