Food and Fun

Food and Fun

Kaupa Í körfu

Vetrarhátíð í Reykjavík lauk á sunnudag og var margt um að vera, víðsvegar um borgina. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fóru á stúfana og fönguðu hátíðarandann en þetta var í fimmta skipti sem Reykvíngingar buðu til Vetrarhátíðar. Matarhátíðin Food & Fun var haldin sömu daga og komu tólf afbragðs matreiðslumenn víða að til að etja kappi hver við annan um það hver gæti eldað besta matinn úr íslensku hráefni, auk þess að þeir lögðu undir sig eldhús valinna veitingahúsa í borginni, meðan á hátíðinni stóð. MYNDATEXTI: Í Hafnarhúsinu sýndu kokkarnir á Food & Fun-hátíðinni listir sýnar, og lögðu sig fram við að hafa matinn óaðfinnanlegan, enda dómnefndin óvægin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar