Aldís Olga Jóhannesdóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Aldís Olga Jóhannesdóttir

Kaupa Í körfu

ALDÍS Olga Jóhannesdóttir, starfsmaður fyrirtækisins Forsvars á Hvammstanga, vinnur við það að gera tölvutæk öll skjöl frá 53. þingi Alþingis árið 1938, ef frá eru taldar ræður úr Alþingistíðindum sem skannaðar eru inn af þremur starfsmönnum Fjarvinnslu Alþingis á Ólafsfirði. Felst vinna Aldísar í því að skrá upp gagnagrunn fyrir þingið, nefndir, framlögð mál og afgreiðslur þeirra. Tölvuskráning eldri þingskjala hefur verið unnin sem fjarvinnsluverkefni á Hvammstanga allt frá árinu 1993, að sögn Karls Sigurgeirssonar, framkvæmdstjóra Forsvars. Umfangsmikið verk bíður Aldísar og hennar starfsfélaga, eða 52 löggjafarþing frá árinu 1874 og 15 ráðgjafarþing árin 1845-1874.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar