Þórhallur Heimisson
Kaupa Í körfu
Da Vinci-lykillinn eftir Bandaríkjamanninn Dan Brown er líklega með mest lesnu spennusögum síðustu ára. Milljónir bóka hafa selst í heimalandi Brown og viðtökurnar hafa ekki verið síðri annars staðar, en hér á landi hefur hún m.a. trónað á toppi metsölulista um margra mánaða skeið. Da Vinci-lykilinn hefur líka verið með heitustu umræðuefnum jafnt í kaffisamsætum og kokteilboðum, sem og á vinnustöðum. Og spurningarnar um hvar sannleikanum sleppi og skáldskapurinn taki við skjóta víða upp kollinum. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar hefur nú ákveðið að hjálpa fólki að leita svara við þessum spurningum og verður haldið þriggja kvölda námskeið í Grensáskirkju í nóvember. Námskeiðið nefnist Saga kirkjunnar og Da Vinci-lykillinn og er sr. Þórhallur Heimisson prestur við Hafnarfjarðarkirkju leiðbeinandi, en hann kennir jafnframt trúarbragðafræði við Kennaraháskóla Íslands. MYNDATEXTI:Þórhallur Heimisson: Farið verður í eins konar leynilögregluferð aftur í fortíðina og spurningar gagnvart kirkjunni og kristinni trú teknar fyrir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir