Tómas Árni Jónasson

Sverrir Vilhelmsson

Tómas Árni Jónasson

Kaupa Í körfu

19 ára Ísfirðingur smíðar netforrit sem á að hvetja fólk til hreyfingar HREYFING er undirstaða heilbrigðs lífernis og ómissandi þáttur í baráttunni við aukakílóin. Með nýju forriti sem 19 ára Ísfirðingur hefur smíðað er fólki gert auðveldara að fylgjast með hversu mikið það hreyfir sig og jafnframt skrá ýmsar upplýsingar sem lúta að heilsu- og holdafari. Forritið heitir Heilsufélaginn og verður aðgengilegt án endurgjalds á vef Íþróttasambands Íslands, www.isisport.is. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnaði Heilsufélagann formlega á heilsu- og hvatningardögum Íslands á iði sem hófust í Smáralind í gær og lýkur í dag. MYNDATEXTI: Tómas Árni Jónasson segir að forritið gagnist þeim sem vilja hreyfa sig og huga að heilsufari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar