Sóley Stefánsdóttir

Sóley Stefánsdóttir

Kaupa Í körfu

Ég hef fengið áhugaverð verkefni fyrir fræðafélög eins og Sagnfræðingafélagið, ReykjavíkurAkademíuna og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, og einnig félög eins og Stígamót og UNIFEM - og hefur verkefni mitt þá verið að koma hugmyndum þeirra og viðburðum á framfæri. Ég hef áhuga á að brúa bilið milli fræðanna og samfélagsins með hönnun," segir Sóley Stefánsdóttir. Sóley er fædd árið 1973 í Mosfellsbæ og gekk hún í Varmárskóla í æsku. Hún varð stúdent af myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 1994. Hún útskrifaðist við árþúsundamótin frá Háskóla Íslands með BA próf í guðfræði og kynjafræði. "Ég fór þá að vinna á Íslensku auglýsingastofunni og ákvað í framhaldi af því að fara í grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands," segir Sóley og að það hafi verið mjög skemmtilegt og krefjandi nám. "Lokaritgerðin var um myndmál sem samræðuform," segir hún

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar