Einar Magnús Magnússon

Árni Torfason

Einar Magnús Magnússon

Kaupa Í körfu

EKKI missa af... ...Fimmtu árstíðinni Leikstjóri myndarinnar er Einar Magnús Magnússon. Í KVÖLD sýnir Sjónvarpið stuttmyndina Fimmtu árstíðina (The Fifth Season). Myndin er einskonar myndljóð um samspil manns og náttúru en hún er gerð eftir handriti Friðriks Erlingssonar. Maðurinn er skoðaður sem hin eiginlega fimmta árstíð vegna valda sinna yfir náttúrunni þótt hann sé um leið algerlega seldur undir duttlunga hennar. Myndin þykir gefa frumlega innsýn í náttúrufegurð Íslands. Í myndinni er meðal annars síðasta upptakan af Fögru hverum, stutt undan Háöldu á Sprengisandsleið, en Fögru hverum var sökkt undir miðlunarlón á meðan á tökum myndarinnar stóð. Myndin var tekin á þremur árum og á öllum árstíðum og er tilnefnd til Edduverðlauna 2004 í hópi stuttmynda. Framleiðandi myndarinnar er Sagafilm, leikstjóri er Einar Magnús Magnússon og aðalhlutverk eru í höndum Einars Magnúsar Guðmundssonar, Gunnars Gunnsteinssonar og Hrafnkels Þórðar Gunnlaugssonar. Stjórn kvikmyndatöku var í höndum Bergsteins Björgúlfssonar. Anna Halldórsdóttir samdi tónlist. Fimmta árstíðin er á dagskrá Sjónvarpsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar