Listaverk úr roki frá Fagradal

Jónas Erlendsson

Listaverk úr roki frá Fagradal

Kaupa Í körfu

Landeyðing og mikið moldrok í storminum sem gengið hefur yfir Suðurland síðustu tvo daga "Þetta er skelfilegt. Við sjáum ekki til sólar fyrir þessu," segir Sveinn Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk II í Landsveit. Mikið moldrok hefur gengið yfir allt Suðurland í storminum í gær og fyrradag og telur Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar, að veruleg landeyðing hafi orðið á hálendinu og efri byggðum Suðurlands. MYNDATEXTI: Moldin litar listaverkið Í fyrsta hausthretinu útbjó náttúran sín listaverk. Austan við Vík í Mýrdal rauk vatn úr fiskeldistjörn og hrannaðist upp á bakkanum og nálægri girðingu. Moldrokið sem gekk yfir sá um að lita allt brúnt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar