Íslensk erfðagreining - Hjartalyfið DG031

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslensk erfðagreining - Hjartalyfið DG031

Kaupa Í körfu

Jákvæðar niðurstöður prófana Íslenskrar erfðagreiningar á hjartalyfi ÍSLENSK erfðagreining greindi í gær frá jákvæðum niðurstöðum prófana á hjartalyfinu DG031. Um er að ræða fyrstu prófanir á lyfi sem erfðarannsóknir á algengum sjúkdómi hafa skilað. Lyfið var þróað á grundvelli niðurstaðna úr rannsókn á eðli hjartaáfalla sem gerð var hér á landi. MYNDATEXTI: Helstu stjórnendur þróunar hjartalyfsins hlýddu á Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar segja frá nýja lyfinu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. Frá vinstri: Guðmundur Þorgeirsson, Anna Helgadóttir, Hákon Hákonarson og C. Augustine Kong.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar