Kristín Helgadóttir og íbúir

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

Kristín Helgadóttir og íbúir

Kaupa Í körfu

Bjargaði aldraðri konu út úr brennandi þjónustuíbúð á Selfossi í fyrrakvöld "ÉG SÁ á brunavarnartöflunni í húsinu hvar eldurinn var og fór rakleitt inn í íbúðina, sem var full af reyk. Um leið og ég sá eld og reyk hugsaði ég um það eitt að koma Sigríði út. Ég fann hana inni í eldhúsi, þar sem hún stóð. Ég tók bara utan um hana og við fórum út. Það var allt svart í íbúðinni og eldur logaði í stofunni en hann magnaðist um leið og ég kom inn en hann lýsti mér líka," sagði Guðrún Sigurðardóttir, sem bjargaði Sigríði Einarsdóttur út úr brennandi þjónustuíbúð aldraðra í Grænumörk 3 á Selfossi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags. MYNDATEXTI: Íbúunum var safnað saman í næsta húsi og hlúð að þeim þar. Kristín Helgadóttir gaf fólkinu heitt te.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar