Minningarakstur

Sverrir Vilhelmsson

Minningarakstur

Kaupa Í körfu

MIKILL fjöldi ökumanna tók í gærkvöldi þátt í hópakstri í Reykjavík, sem nokkur bifreiða- og vélhjólasamtök stóðu að. Að sögn Vilhelmínu Evu Vilhjálmsdóttur, eins stofnanda bílaklúbbsins Live2Cruize, var ákveðið að efna til akstursins í minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðarslysum síðastliðin ár og til að minna á þörf fyrir betri aðstæður til aksturs og bætta ökukennslu á landinu. MYNDATEXTI: Bílalestin ekur um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar þar sem ung stúlka lét lífið í umferðarslysi í síðustu viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar