Fimleikafélag Akureyrar

Skapti Hallgrímsson

Fimleikafélag Akureyrar

Kaupa Í körfu

"VIÐ höfum lengi barist fyrir betri aðstöðu fyrir fimleikafólk, en nú er málið komið í bakkgír," segir Fríða Pétursdóttir, formaður Fimleikafélags Akureyrar. Forsvarsmenn félagsins afhentu bæjarfulltrúum í vikunni undirskriftalista þar sem farið er fram á úrbætur. Fyrir þremur árum var undirritaður samningur milli félagsins og bæjaryfirvalda um að bæta æfinga- og keppnisaðstöðu fimleikafólks á Akureyri og 70 milljónir króna teknar frá í að lagfæra aðstöðu sem fyrir hendi er í íþróttahúsi Glerárskóla MYNDATEXTI Betri aðstaða Fríða Pétursdóttir, formaður Fimleikafélags Akureyrar, afhenti bæjarfulltrúunum Þóru Ákadóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur undirskriftirnar að viðstöddum nokkrum ungum fimleikastúlkum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar