Úr þögninni

Árni Torfason

Úr þögninni

Kaupa Í körfu

Hann var ekki hávaðasamur hópurinn sem safnaðist saman í fordyri Hafnarfjarðarleikhússins á laugardaginn. Og ég allt í einu lent í framandi heimi, orðinn útlendingur sem hvorki heyrði né gat lesið með augunum það mál sem þar var talað. Og samt ekki útlendingur því þetta voru landar mínir sem ég einsog flestir kemst nær aldrei í snertingu við, leiði sjaldnast hugann að og hef aldrei skammast til að reyna að sjá og hafa samskipti við. Verð bara hjárænuleg og hallærisleg í nálægð þeirra. Hvernig ætli sé þá að vera landi okkar hjárænulegu og hallærislegu? Vera fámennur, framandi, þögull hópur sem ferðast um í öllum okkar blinda, fávísa, og hrokafulla hávaða? Það er það sem dregið er fram og er meginstefið í þessu einlæga, einfalda svokallaða "döff"leikverki Lailu Margrétar Arnþórsdóttur og Margrétar Pétursdóttur. Mæðgur, heyrnarlaus dóttir og heyrandi móðir, bíða eftir blaðamanni sem ætlar að eiga viðtal við dótturina sem hefur öðlast frægð erlendis sem leikkona. MYNDATEXTI En meginspurningin sem þessi sýning skilur þó eftir er hvernig stendur á því að öllum börnum er ekki kennt táknmál strax frá leikskóla? Hvernig getum við þessi fámenna þjóð sýnt hópi heyrnarlausra slíkt áhuga- og skeytingarleysi?" segir María Kristjánsdóttir í umsögn sinni um Viðtalið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar